Ríólítreglan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 230 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 230 | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2019 | 990 kr. |
Um bókina
Kennari hverfur sporlaust þegar hann skipuleggur vorferð í Landmannalaugar. Skömmu síðar birtist dularfullur maður sem býðst til að taka við starfinu. Leyndarmál fortíðar sameina félaga Ríólítreglunnar. Ógnarkraftar hulduheima toga í þá og saman mæta þeir örlögunum. Ríólítreglan æðir með lesandann suður til Kólumbíu, vestur á firði, um rústir álfabyggða og í fótspor ribbaldans Torfa sterka inn Jökulgil. Þar standa hulduverur vörð um fjallasali og kalla menn í björgin.
Áin dýpkaði hratt og hann teygði hendurnar til himins. Hann barðist úti í miðri á með organdi strauminn í brjóstið og horfði yfir á bakkann til Bergdísar sem stóð eins og drottning með faðminn útbreiddan í mynni gilsins. Sólin hneig á bak við Hatt og langir skuggar tindanna köstuðu sér eftir Jökulgilinu. Það var vornótt á fjöllum.
Bækur Kristínar Helgu njóta mikilla vinsælda, ekki síst þær sem sækja efnivið sinn í íslenskar þjóðsögur sem hún fléttar listilega inn í spennandi samtímasögu.
2 umsagnir um Ríólítreglan
Bjarni Guðmarsson –
„Ríólítreglan er bæði fyndin og grípandi saga. … Sögulegum staðreyndum og þjóðsögum er reglulega fléttað inn í frásögnina og er þannig gert að það verður ekkert kennslubókarlegt við það heldur verður eðlilegur partur af sögunni. Ef kafað er undir yfirborðið er ólítreglan þó einnig sagan af því hvernig mismunandi aðstæður í lífi fólks geta styrkt það á mismunandi hátt og hvernig reynsla okkar getur veitt okkur styrk.“
María Bjarkadóttir, bokmenntir.is
Bjarni Guðmarsson –
„Ríólítreglan er spennandi og fjörleg saga … Hér er unnið með álfaminnið á snjallan hátt … Samtöl lipur, persónur skýrar og allt leiðir í æsispenning.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn