Verkefnabók – lærum saman
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 129 | 2.990 kr. |
Verkefnabók – lærum saman
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 129 | 2.990 kr. |
Um bókina
Verkefnabókin og sögubækurnar mynda eina heild. Börnin í sögunum fást við svipuð verkefni og er að finna í verkefnabókinni.
Verkefnabókin hefur að geyma fjölbreyttar æfingar og fylgigögn; föndur, leiki og spil fyrir barnið að spreyta sig á með aðstoð fullorðins. Viðfangsefnin eru m.a. klippa, líma, lita, tengja, föndra, skrifa, spora, teikna, telja, reikna, leira, perla, þræða, sauma ofl.
Í verkefnabókinni eru lestrardrekar- og lestrarstrimlar, stafahús- og stafabangsar. Einnig hundraðstafla, búðarleikur, krónuspil, slönguspil og fleiri borðspil. Samlagning með talnalínu og margt fleira skemmtilegt.
Ætlunin er að sögurnar séu lesnar fyrir börn og kveikja áhuga þeirra á að spreyta sig á verkefnunum. Sérstakar æfingar og leikir tengjast hverri lestrarbók fyrir sig. Flest verkefnin í verkefnabókinni eru þannig úr garði gerð að barnið þarf einhverja aðstoð við þau. Námsefnið Lærum saman nýtist jafnt á heimili sem í skóla. Það ætti að koma að góðum notum í starfi með elstu árgöngum í leikskóla og yngstu árgöngum í grunnskóla. Unnt er að kaupa verkefnabækur einar og sér. Nauðsynlegt er þó að askjan með öllum gögnunum sé til staðar þar sem námsefnið er notað.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.