Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Meira en mynd og grunur
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 2.545 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 2.545 kr. |
Um bókina
Þorsteinn frá Hamri hefur með verkum sínum markað skýr spor í íslenska ljóðagerð um áratugi. Hann hefur sent frá sér tæpa tvo tugi ljóðabóka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Meira en mynd og grunur er sautjánda ljóðabók Þorsteins.
2 umsagnir um Meira en mynd og grunur
Bjarni Guðmarsson –
„… fyrst og fremst er [orðfærið] orðið tærara og ber svipmót haustbirtu, haustlita og kaldrar kyrrðar sem víða er ýjað að í þessum ljóðum. Það er ekki að ástæðulausu að hugtakið æðruleysi komi manni í hug. Æðruleysi skálds sem ótrauður heldur áfram göngu sinni þó leit þess verði seint eða aldrei lokið. Hafi skáldið þökk fyrir að leyfa okkur að slást með í þá för.“
Geirlaugur Magnússon/DV
Bjarni Guðmarsson –
„… má fullyrða að Meira en mynd og grunur sé með engum hætti einföld bók þrátt fyrir léttleika. Það er reyndar áberandi hve áreynslulaust er ort víða en það merkir ekki að slakað sé á. Síður en svo.“
Jóhann Hjálmarsson/Morgunblaðið