Landnám Íslands
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 354 | 5.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2019 | 354 | 5.890 kr. |
Um bókina
Veturinn 2014–2015 gekkst Miðaldastofa Háskóla Íslands fyrir röð fyrirlestra um landnám Íslands. Landnámið er spennandi rannsóknarefni enda gefst þar einstakt tækifæri til að afla vitneskju um hvernig samfélag manna verður til í ósnortnu landi.
Rannsóknarsaga landnámsins er löng. Framan af voru ritheimildir á borð við Landnámabók, Íslendingabók Ara fróða og Íslendingasögur í öndvegi en á undanförnum áratugum hafa rannsóknir á fornleifum skipað æ stærri sess og notið stuðnings af rannsóknum á gjóskulögum og mannabeinum og af geislakolsmælingum. Þá hafa mikilsverðar upplýsingar fengist úr rannsóknum í erfðafræði og vistfræði og öðrum greinum.
Á þessari bók birtast fjórtán greinar byggðar á fyrirlestrunum þar sem innlendir og erlendir fræðimenn segja frá rannsóknum sínum á landnámi Íslands frá ólíkum hliðum og sjónarhóli ólíkra fræðigreina, svo sem sagnfræði, siglingafræði, vistfræði, málsögu, menningarfræði og bókmenntafræði.