Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Með titrandi tár – glæpasaga
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2001 | 187 | 2.064 kr. |
Með titrandi tár – glæpasaga
Útgefandi : MM
2.064 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2001 | 187 | 2.064 kr. |
Um bókina
Leó Löwe flóttamaður af gyðingaættum, kemur til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni með hattöskju er geymir lítinn leirdreng, sem Leó vill fyrir alla muni vekja til lífsins. Til þess þarf hann að leysa ýmsar þrautir og eignast um leið ólíklegustu bandamenn og andstæðinga. Úr verður spennandi ferð um Ísland eftirstríðsáranna þar sem margar litríkar persónur koma við sögu.
Með titrandi tár er allt í senn: söguleg skáldsaga, frásögn með goðsögulegum blæ, og frumleg og fyndin spennusaga. Hún er sjálfstætt framhald af verðlaunaverki Sjóns, Augu þín sáu mig.
4 umsagnir um Með titrandi tár – glæpasaga
Bjarni Guðmarsson –
„Í stuttu máli sagt er þessi skáldsaga mjög skemmtileg, hugmyndarík og fyndin furðusaga. Þetta er heimur sem er heillandi, fyndinn og skemmtilegur. Sjón hefur tekist að skapa furðusögu sem er mjög vel skrifuð og dregur lesandann áfram.“
Hákon Gunnarsson, kistan.is
Bjarni Guðmarsson –
„Einstök skáldsaga, fjölskrúðug, fjölþætt og ævintýraleg, og umfram allt: dýrlega skemmtileg!“
Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós
Bjarni Guðmarsson –
„Sjón er einstakur í röð íslenskra sagnaskálda og hér heldur hann sinni sköpunarsögu áfram af miklum krafti.“
Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Líkt og síðasta saga Sjóns er Með titrandi tár bullandi skemmtileg og fyndin. Hún bregður sér í margra kvikinda líki, er grótesk, ljóðræn, dulspekileg og heimssöguleg. Saman mynda þessar tvær skáldsögur Sjóns magnaða aldarlokakviðu. Þetta eru fantasíur, þar sem allt er með ólíkindum en þó spriklandi af jarðbundnu lífi, dauða, kynlífi og slagsmálum.“
Jón Yngvi Jóhannsson, DV