Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Björn og Sveinn
Útgefandi: Sæmundur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 512 | 5.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 512 | 5.190 kr. |
Um bókina
Skáldsagan Björn og Sveinn rekur ferðalag feðga tveggja um næturlíf og undirheima Reykjavíkur og fýsnir þeirra grimmar.
Þótt þeir séu á ferð í nálægum samtíma, liggja rætur þeirra þó djúpt í íslenskri fortíð og sagnasjóði, þar sem eru feðgarnir Axlar-Björn og Sveinn skotti á 16. og 17. öld.
Aukheldur telja þeir til frændsemi við öllu frægari kumpána losta og glæpa, ekki síst þann Don Juan sem helst á óperu Mozarts, Don Giovanni, líf sitt að þakka.