Gjöfin til íslenzkrar alþýðu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 252 | 8.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 252 | 8.490 kr. |
Um bókina
Ný bók um stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ
Bókin kom út 14. júní 2019 en þann dag opnaði sýning sem ber sama heiti í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Um er að ræða veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars í Smára. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu.
Það er Listasafn ASÍ sem gefur bókina út, Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri ritstýrði útgáfunni, Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritaði grein í bókina og valdi texta með nokkrum verkanna. Sarah M. Brownsbergar þýddi allan texta bókarinnar á ensku, Vigfús Birgisson ljósmyndaði verkin og Arnar & Arnar hönnuðu útlit bókarinnar.