Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Á mörkum mannabyggða
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 1998 | 167 | 405 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 1998 | 167 | 405 kr. |
Um bókina
Þessi ævisaga James Huntington sem Lawrence Elliot skráði á 7.áratugnum tekur fram flestum skáldsögum sem hafa hinar hrjóstrugu slóðir Alaska að sögusviði.
Hér segir af föður sem var hvítur veiðimaður og móður sem var indjáni og hafði unnið það einstæða þrekvirki að ganga þúsund mílur um hávetur til að sameinast fjölskyldu sinni.
Sagt er frá fábreyttum lífsháttum þeirra sem lifa af landinu, fólki sem lifir í nánum tengslum við óblíða náttúru og sigrast á margs konar erfiðleikum með þrautseigju og hugkvæmi.
Hér eru æsilegar veiðisögur um baráttu upp á líf og dauða við illskeytt bjarndýr, sögur af villum í hvítri auðninni , sögur af drengskap og fláttskap, sorgum og sigrum og mannlegri reisn.