Steinsmiðurinn: Fjällbacka-serían #3
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 444 | 2.590 kr. |
Steinsmiðurinn: Fjällbacka-serían #3
2.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 444 | 2.590 kr. |
Um bókina
Illskan er grjóthörð og grimm.
Árla morguns í Fjällbacka fer sjómaðurinn Frans Bengtsson út að vitja um humargildrur sínar. Þegar hann dregur upp síðustu gildruna er eins og eitthvað haldi á móti. Hann þarf að nota alla sína krafta til að draga upp gildruna og áttar sig á að hann hefur ekki fengið neinn venjulegan feng. Þegar gildran rýfur loks yfirborðið kastar hann sér að borðstokknum og ælir. Þvert yfir gildruna hangir líflaus lítil stúlka.
Patrik Hedström og starfsfélagar hans á lögreglustöðinni í Tanumshede blandast nú enn í flókið mál. Við krufningu kemur í ljós að í lungum stúlkunnar er ferskvatn með sápuleifum. Einhver hefur drekkt henni í baðkeri í heimahúsi og síðan fleygt líkinu í hafið. Hver gæti hafa leikið hana svo illa og hvers vegna?
Brátt kemur í ljós að lögreglan þarf að grafa langt aftur í fortíðina til að komast að sannleikanum.
Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2008.
Anna R. Ingólfsdóttir þýddi.