Hvað er í matinn?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 160 | 4.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 160 | 4.890 kr. |
Um bókina
„Hvað er í matinn?“ er algengasta spurningin á mörgum heimilum. Hverdagsmaturinn er verkefni sem við stöndum frammi fyrir hvern einasta dag – að ákveða hvað eigi að matreiða, kaupa svo inn, undirbúa og elda, og bera matinn síðan á borð fyrir fjölskylduna.
Hér gerir Jóhanna Vigdís tillögur að einföldum, gómsætum og girnilegum réttum fyrir öll kvöld vikunnar. Margir réttanna eru undir ítölskum áhrifum, enda kom hún með fjölda hugmyunda í farteskinu frá Flórens, þar sem hún sótti matreiðslunámskeið. Jafnframt hvetur hún alla til að taka þátt í baráttunni gegn matarsóun.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er þekkt fyrir að elda ljúffenga sælkerarétti og hefur áður sent frá sér tvær matreiðslubækur, Í matinn er þetta helst og Seinni réttir, áuk þess sem hún hefur gert matreiðsluþætti fyrir sjónvarp.
Magnús Hjörleifsson tók myndirnar af réttunum.