Eldgos

Allt um eldgos á Vísindavöku Rannís

Af hverju gjósa fjöll er ítarleg fræðslubók um eldgos sem kemur út í samstarfi Máls og menningar og Vísindavefjarins. Í bókinni birtast spurningar sem vefnum hafa borist um eldgos og svör fremstu jarðvísindamanna landsins við þeim, sem umrituð hafa verið svo þau henti fróðleiksfúsu fólki frá átta ára aldri.

Að bókinni standa núverandi og fyrrverandi forstöðumenn Vísindavefjarins: Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson, auk Þórarins Más Baldurssonan teiknara. Til stóð að bókin kæmi út í fyrra en vegna seinkunarinnar náðist Grímsvatnagosið í vor inn í hana. En fleiri gosum verður ekki bætt við því bókin er nú komin út og því geta allir fróðleiksfúsir fengið spurningum sínum svarað.

Bókin verður kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 23. september næstkomandi kl. 17 – 22. Þar verður meðal annars hægt að taka þátt í skemmtilegum leik sem kemur að efni bókarinnar.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning