Vesturfararnir

Útgefandi: Salka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 397 1.695 kr.
Geisladiskur 2012 Mp3 990 kr.
Hljóðbók - streymi 2018 App 990 kr.
spinner

Vesturfararnir

Útgefandi : Salka

990 kr.1.695 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 397 1.695 kr.
Geisladiskur 2012 Mp3 990 kr.
Hljóðbók - streymi 2018 App 990 kr.
spinner

Um bókina

Hér er endurútgefinn fyrsti hluti hins heimfræga og áhrifamikla verks Vilhelms Moberg um fjölskylduna sem flutti frá Smálöndum í Svíþjóð vestur um haf og hóf nýtt líf í Ameríku um miðja 19. öld. Ógleymanlegt verk öllum sem sáu sjónvarpsþættina vinsælu.

Karl Óskar elst upp í Smálöndum í Sviþjóð um miðja 19. öld og vinnur á búi foreldra sinna þar til hann stofnar fjölskyldu og byrjar að hokra sjálfur. Einn góðan veðurdag berast fregnir um sælurikið Ameríku og áhugi grípur um sig meðal fólks sem vill komast burt úr baslinu. Fyrr en varir er Karl Óskar orðinn leiðtogi hóps sem ákveður að flytja vestur um haf og freista gæfunnar.

Það er mikið átak að kveðja ættingja og vini, velkjast á sjó í margar vikur, taka land á ókunnum slóðum og hafa ekki einu sinni þak yfir höfuðið. Flestir eru með tvær hendur tómar fyrir utan fáein verkfæri, föt og búshluti frá gamla landinu. Það fækkar líka í hópnum á leiðinni yfir hafið og þegar folkið er farið að takast á við nýjar aðstæður. En þrátt fyrir allt gefur nýja landið fögur fyrirheit fyrir þá sem standast þrekraunina.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 21.5 klst. að lengd. Hjalti Rögnvaldsson leikari les.

Tengdar bækur