Tjöldin – ritgerð í sjö hlutum

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 990 kr.

Tjöldin – ritgerð í sjö hlutum

990 kr.

Tjöldin - ritgerð í sjö hlutum
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 990 kr.

Um bókina

Í þessu ritgerðasafni fjallar Milan Kundera um evrópsku skáldsöguna, allt frá Íslendingasögum til samtímahöfunda, og tengsl hennar við skáldsagnahefð annars staðar, svo sem í Suður-Ameríku og Japan. Kundera leggur áherslu á að skáldsagan sé sérstök listgrein, ákveðið form þekkingarleitar sem á að baki merka sögu, en býr líka yfir ákveðnum sérkennum þar sem kímni og húmor eru meðal lykilatriða. Hann bendir á að skáldsagan sé manninum mikilvæg til þess að skilja flókinn nútímaheiminn, sjá í gegnum „tjöld fyrirframtúlkunarinnar“, vita hvaðan hann kemur, í hvaða samhengi hann lifir og hvert stefnir.

Tjöldin komu út í París vorið 2005 og hlutu afar lofsamlega dóma sem einstaklega læsileg og aðgengileg hugleiðing um skáldsöguna. Bókin var á metsölulistum í Frakklandi vikum saman og hefur þegar verið þýdd á ein tuttugu tungumál.

Milan Kundera er einn merkasti skáldsagna- og ritgerðahöfundur samtímans. Hann fæddist í Tékklandi, en fluttist til Frakklands árið 1975 þar sem hann hefur búið og starfað æ síðan. Tíu bækur, átta skáldsögur, smásagnasafn og ritgerðasafn, hafa þegar verið þýddar á íslensku eftir hann og notið mikillar hylli íslenskra lesenda.

Friðrik Rafnsson þýddi.

Tengdar bækur