TMM 4. hefti 2009

Útgefandi: TMM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 146 1.550 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2009

Útgefandi : TMM

1.550 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 146 1.550 kr.
spinner

Um bókina

Út er komið fjórða og síðasta hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári. Meðal efnis má nefna brot úr Dagbókum Matthíasar Johannessen frá árunum 1999 og 2000 en þessar færslur hafa ekki áður birst á prenti og hafa að geyma margt hnýsilegt fyrir áhugafólk um bókmenntir og samtímasögu. Tvær greiningar eru á bankahruninu og aðdraganda þess: Guðni Elísson bókmenntafræðingur skrifar um Staðleysuna Ísland og mýtuna um okkur sjálf en Jón Ólafsson prófessor á Bifröst fjallar um andrúmsloftið í þjóðfélaginu fyrir hrun sem hann kennir við nokkurs konar samfélagssáttmála.

Úlfhildur Dagsdóttir skrifar persónulega og skemmtilega grein um Tinna áttræðan og Þorsteinn Antonsson dregur fram gömul bréfaskipti þeirra Elíasar Marar og Ragnars í Smára sem sýna erfitt samband höfundar og forleggjara en Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðingur skrifar seinni grein sína um bækur Bjarna Bjarnasonar í ljósi kristinnar kenningar. Ritdómar eru margir og ýtarlegir og ljóð meðal annars eftir Hermann Stefánsson og Hallgrím Helgason. Ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson.

Tengdar bækur