Teikningar Kristínar frá Keldum

Útgefandi: Sæmundur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 200 5.190 kr.
spinner

Teikningar Kristínar frá Keldum

Útgefandi : Sæmundur

5.190 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 200 5.190 kr.
spinner

Um bókina

Teikningar Kristínar frá Keldum er merk heimild um íslenska alþýðulist. Seint á fimmta áratug 20. aldar þegar gamla torfbæjarsamfélagið er á förum réðist Kristín Skúladóttir (1905-1995) í það verk að teikna upp muni og mannvirki gamla samfélagsins eins og þau komu fyrir á æskuheimili hennar. Þetta var gert að áeggjan Skúla föður hennar sem var einstaklega hirðusamur og mikill áhugamaður um muni gamla tímans. Á Keldum var og er raunar enn óvenjumikið varðveitt af bæði húsum, verkfærum og smágripum fyrri tíðar. Elst alls þessa er hinn forni skáli á Keldum sem er í mynd hér á bókarkápu. Hann er að stofni til frá þjóðveldisöld. Allt þetta var síðar fært þjóðinni að gjöf og er nú varðveitt af Þjóðminjasafni og Skógasafni. Í þessari bók birtast Keldnagripir í nærfærnum teikningum alþýðulistakonunnar.

Tengdar bækur