Höfundar: Jan Kjær, Merlin P. Mann

Leikvangurinn og Ættbálkastríðið eftir Jan Kjær og Merlin P. Mann eru fimmta og sjötta sagan í gríðarvinsælum bókaflokki, Taynikma, sem slegið hefur í gegn víða um heim.

Hér heldur ævintýri Kótós áfram í tveimur spennandi sögum. Í Leikvanginum opnar Gekkó meistari leynda leikvöllinn þar sem ættbálkar Tayklaníu áttust við í miklum bardaga hundrað árum áður. Aftur eiga fulltrúar ættanna að mætast á leikvellinum en í þetta sinn til að standa saman og finna Taytanann eina. Hans bíður mikilvægt hlutverk. Í Ættbálkastríðinu þykist Gekkó vita hver Taytaninn eini er en þá kemur í ljós að óvinurinn er nær en nokkurn grunaði.

Margrét Tryggvadóttir þýddi