Snjókarlinn og önnur ljóð hefur að geyma ljóð Wallace Stevens í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Hann hefur einnig ritað inngang um ævi og störf höfundarins.

Bókin er sú fimmta í flokknum Bandarísk skáld, en Stevens er eitt af öndvegisskáldum Bandaríkjamanna á 20. öldinni.

„Örfá af ljóðum Wallace Stevens hafa birst á prenti í íslenskri þýðingu, en meðal þeirra sem meta kunna frumleik og yfirsýn yfir mannlega tilveru frá óvæntum sjónarhornum er hann í miklu uppáhaldi og sumir telja hann hiklaust fremsta skáld Bandaríkjanna á nýliðinni öld.“