Skrifaðu bæði skýrt og rétt

Útgefandi: Háskólaútg
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 331 5.090 kr.
spinner

Skrifaðu bæði skýrt og rétt

Útgefandi : Háskólaútg

5.090 kr.

Skrifaðu bæði skýrt og rétt
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 331 5.090 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Skrifaðu bæði skýrt og rétt eftir Höskuld Þráinsson, prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands, er hugsuð sem handbók og kennslubók, annars vegar ætluð þeim sem fást við fræðileg skrif af einhverju tagi og hins vegar þeim sem þurfa að meta slík skrif eða leiðbeina um þau, þar á meðal háskólanemum, háskólakennurum, fræðimönnum, rannsóknamönnum, ritstjórum, ritrýnum og yfirlesurum fræðilegs efnis.

Í bókinni er meðal annars fjallað um skipulag og framsetningu fræðilegra texta og mismunandi markmið þeirra, fræðilega röksemdafærslu, heimildanotkun og gagnrýninn lestur. Gerð er grein fyrir ólíkum kröfum til tímaritsgreina, námsritgerða og fræðibóka og fjallað um ritstuld og einkenni hans. Einnig er leiðbeint um ráðstefnuútdrætti, styrkumsóknir, rannsóknaráætlanir, ýmiss konar ritrýni og mat á fræðilegum skrifum.

Höskuldur Þráinsson hefur skrifað fjölda fræðilegra greina og bóka. Hann hefur líka haldið námskeið um fræðileg skrif og ritstjórn og meginhlutinn af efni bókarinnar á rót sína að rekja til þeirrar kennslu. Flestum köflum fylgja verkefni.

Tengdar bækur