Höfundur: Einar Már Guðmundsson

Skáldsagan Riddarar hringstigans hlaut afbragðsviðtökur þegar hún kom út fyrst árið 1982. Hún vann til fyrstu verðlauna í bókmenntasamkeppni sem Almenna Bókafélagið efndi til og hefur síðan verið gefin út víða erlendis. Sagan sem er sú fyrsta í þríleik gerist í Reykjavík á 7.áratug 20.aldar í nýju hverfi, fullu af steypuryki, stillönsum, leyndardómum og börnum.

Sögurmaður er ungur drengur, sannkallað barn í uppátækjum sínum og viðhorfum, en býr þó jafnframt yfir speki öldungsins. Bókin er í senn bráðfyndin og alvöruþrungin, barnsleg og spámannleg og markaði tímamót í íslendskri skáldsagnagerð.