Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson

Sigurður Óli flytur frá Danmörku til Selfoss með fjölskyldu sinni, en hinum megin götunnar býr hinn hálfsænski og sérkennilegi Einar Andrés. Sigurður Óli hættir sér yfir Eyrarsundið, eins og pabbi hans, Svíahatarinn, kallar götuna og með þeim Einari Andrési tekst náin vinátta. Saman ganga þeir í gegnum gleði og sorgir, kynnast ástinni og ekki síst sínum eigin uppruna.

Radíó Selfoss er fyrsta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, sem vakti strax á unga aldri mikla athygli fyrir ljóðabækur og ljóðaþýðingar. Þetta er í senn fyndin og tregafull saga um uppvöxt tveggja pilta, frumraun sem tekið var eftir.