Ráðgátan

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kiljur 1998 405 kr.
spinner

Ráðgátan

Útgefandi : MM

405 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kiljur 1998 405 kr.
spinner

Um bókina

Fáir staðir á Íslandi eru jafn sérstæðir og Askja og Öskjuvatn. Sumir hafa sagt að Askja sé furðulegasti staðurinn á þessu furðulega landi, og í huga okkar er hann gjarnna sveipaður dulúð. Því veldur hin ægilega og stórbrotna náttúra og enginn sem þarna kemur verður ósnortin af því magnþrungna andrúmslofti sem umlykur Öskju. Það eykur enn á dulúðina að þarna hafa einkennilegir atburðir gerst. Árið 1907 voru þrír þýskir vísindamenn við rannsóknir í Öskju og reru tveir þeirra á báti út á vatnið. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst, og ekki hefur fundist af þeim tangur né tetur þrátt fyrir víðtæfa leit björgunarmanna. Þeir komu um langan veg til þess að leita ásamt þriðja manninum, jarðfræðingi sem var annars staðar á meðan félagar hans voru á vatninu, en hefur síðan skrifað talsvert um jarðfræði Öskjusvæðisins. Ári síðar, 1908, kom unnusta annars hinna horfnu til Íslands, og reisti að lokum vörðu við Öskjuvatn til minningar um mannsefni sitt, Walther von Knebel jarðfræðing. Ráðgátan um þessi mannshvörf hefur síðan verið óleyst, en orðið hugstæð hverjum þeim sem í Öskju kemur.

Nú hefur Gerrit Jan Zwier, hollenskur mannfræðingur og rithöfundur, skrifað sögulega skáldsögu um þessa dramatísku atburði þar sem heimsókn unnustunnar er uppistaðan, en jafnframt er þess freistað að varpa ljósi á ferð Þjóðverjanna og leysa ráðgátuna um mannshvörfin. Auk þess geymir þessi spennandi saga frjóa sýn kunnugs útlendings á Ísland og Íslendinga.

 

Tengdar bækur