Höfundur: Hergé

Það kannast flestir við belgískættaða blaðamanninn Tinna og ævintýri hans en myndsögur Hergés um þann víðförla dreng hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Iðunn hefur nú tekið við útgáfu Tinnabókanna og hyggst endurútgefa allt safnið í nýju broti.

Tinni kaupir skipslíkneski á flóamarkaði en skömmu síðar er því stolið frá honum aftur. En hvern getur langað svona mikið í líkneski af freigátunni Einhyrningnum og í hvaða tilgangi?