Ísprinsessan: Fjällbacka-serían #1

Útgefandi: Sögur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 330 2.790 kr.
spinner
Geisladiskur 2012 Mp3 2.590 kr.
spinner

Ísprinsessan: Fjällbacka-serían #1

Útgefandi : Sögur

2.590 kr.2.790 kr.

Ísprinsessan: Fjällbacka-serían #1
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2019 330 2.790 kr.
spinner
Geisladiskur 2012 Mp3 2.590 kr.
spinner

Um bókina

Jafnvel í hinu friðsæla þorpi Fjällbacka búa skelfileg leyndarmál.

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.

Ísprinsessan er fyrsta bókin í hinni mögnuðu Fjällbacka-seríu.

Í jaðri hins friðsæla bæjar Fjällbacka stóð autt og yfirgefið hús. Þegar vetraði nísti kuldinn þar hvern krók og kima. Vatnið í baðkerinu var frosið og konan sem lá í frosnu baðinu var farin að blána. Blóðið var löngu storknað. En maðurinn sem horfði á hana hafði aldrei elskað hana heitar en einmitt þá.

Hver framdi hið hræðilega morð og hvers vegna? Lögreglan hefur morðrannsókn og rithöfundurinn Erica Falck dregst inn í málið sem tengist henni persónulega.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2006.

Anna R. Ingólfsdóttir þýddi.

Tengdar bækur