Höfundur: Jón Baldur Hlíðberg

Íslensk flóra er nýjasta plakatið í röð veggspjalda með myndum úr íslenskri náttúru eftir meistarateiknarann Jón Baldur Hlíðberg. Úrval af íslenskum plöntunum er raðað upp í krans svo sjá megi fegurð og litskrúð íslenskrar flóru.

Veggspjaldið er að sömu stærð og gerð og veggspjald með teikningum Jóns Baldurs af íslenskum fuglum og ríma þessi tvö plaköt sérstaklega vel saman. Bæði eru þau hönnuð af hinum margverðlaunaða hönnuði, Snæfríð Þorsteins.

Jón Baldur Hlíðberg hefur í áratugi unnið að því að teikna lífverur í náttúru Íslands og hefur haslað sér völl sem náttúruteiknari á alþjóðavísu.

Plakat 50 x 70 cm