Fuglarnir

Útgefandi: Forlagið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kiljur 2009 224 2.290 kr.
spinner

Fuglarnir

Útgefandi : Forlagið

2.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kiljur 2009 224 2.290 kr.
spinner

Um bókina

Fuglarnir, skáldsaga Tarjei Vesaas, fjallar um systkinin Mattis og Hege sem búa saman í útjaðri bæjarins. Hege er harðdugleg stúlka sem prjónar þeim til lífsviðurværis og Mattis dáir hana af einlægni. Sjálfur á hann erfitt með að vinna nokkurt starf af því að hugur hans er á sífelldu flugi, en fuglamál skilur hann og náttúran opinberar honum leyndardóma sína. Hege bendir honum á að verða ferjumaður á vatninu, en þegar loksins kemur maður sem þarf á þjónustu hans að halda breytir hann lífi systkinanna óafturkallanlega.

Þetta er undurfögur skáldsaga laus við alla flugelda. Þess í stað eru það norskir skógar, spor fuglanna, lognið á vatninu og ekki síst sérstæður hugsunarháttur Mattis og staðfesta Hege sem sitja eftir í huga lesandans löngu eftir að lestrinum er lokið.

Tarjei Vesaas (1897–1970) er einn af stóru norrænu skáldsagnahöfundunum á 20. öld og Fuglarnir eru ein alvinsælasta bók hans. Hún hefur komið út á fjölmörgum tungumálum og bæði verið kvikmynduð og sett á svið. Djúp samúð höfundar og virðing fyrir öllum minni máttar, afburða næmi fyrir óvenjulegu sálarlífi barna og fullorðinna og einstök stílsnilld njóta sín til fulls í vandaðri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar.

Þetta er fyrsta útgáfa bókarinnar í íslensku og kemur hún út í Klassíska kiljuklúbbnum: Erlend klassík Forlagsins.

„Fuglarnir eru með afbrigðum vel skrifuð saga. Fimin, stílsnilldin, innsýn í sálarlíf aðþrengda persónanna og öll framvindan er með afbrigðum og ekki er að undra að verkið hafi oftar en einu sinni hafnað á lista yfir helstu bókmenntaverk Norðmanna á liðinni öld.
Í raun er ekki meira um Fuglana að segja. Þetta er einfaldlega meistaraverk, verðugur fulltrúi meðal háklassískra heimsbókmennta bókaklúbbs Forlagsins.“

Sigurður Ólafsson / bokmenntir.is

Tengdar bækur