Höfundur: Meg Cabot

Eftir hundleiðinlega opinbera heimsókn til Genóvíu kemur Mía heim til New York og hlakkar til að fá loksins, loksins að vera með Michael, sem er búinn að vera kærastinn hennar í heila þrjátíu
og þrjá daga – þótt að vísu hafi þau ekki sést síðustu þrjátíu og tvo. Amma hennar hefur hins vegar annað á prjónunum og fyrr en varir er Mía lent í hryllilegri klemmu.

Engin venjuleg prinsessa eftir Meg Cabot er fjórða bókin í bókaflokknum um Míu Thermopolis, borgarstelpu og prinsessu af Genóvíu. Bækurnar hafa hvarvetna hlotið frábærar viðtökur og eftir þeim hafa líka verið gerðar feikivinsælar kvikmyndir.

Bókin hentar lesendum á aldrinum 10-15 ára.

Salka Guðmundsdóttir þýddi.