Höfundur: Eyjólfur Kristjánsson

Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) er á meðal þekktustu trúbadora Íslands. Hann hefur verið óþreytandi að semja og flytja lög sín um land allt í hátt í fjóra áratugi, og óhætt er að segja að hann hafi fyrir löngu sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar.

Á þessum „Best of“ diski er að finna allt það vinsælasta frá ferli Eyfa, hér eru m.a. lög eins og Draumur um Nínu, Dagar, Ég lifi í draumi, Álfheiður Björk og Danska lagið svo nokkur séu nefnd.

Upplýsingar á plötuumslaginu eru bæði á íslensku og ensku, þar sem þessi geisladiskur er ekkert síður ætlaður erlendum ferðamönnum sem hafa áhuga á íslenskri dægurtónlist heldur en íslenskum aðdáendum Eyfa.