Birkir Blær hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn. Athöfnin fór fram í Háteigsskóla þar sem Birkir hlaut 500.000 krónur í verðlaunafé auk höfundarlauna. Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna 1985 í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn vorið 1986. Að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið. Í dómnefnd sátu Æsa Guðrún Bjarnadóttir (formaður), Kristín Ármannsdóttir, Kristín Hagalín Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Óttarsdóttir og Þórhildur Garðarsdóttir.

Forlagið óskar Birki innilega til hamingju með þennan áfanga.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning