Vísindabók Villa-Truflaðar til
2018

Vísindabók Villa – truflaðar tilraunir

Höfundur: Vilhelm Anton Jónsson

Vísindabók Villa – truflaðar tilraunir er fimmta bókin í vísindabókaflokknum hans Villa, sem hefur glatt ótal krakka undanfarin ár.

Bækurnar hafa vakið forvitni, frætt um allt milli himins og jarðar og hvatt til alls kyns tilrauna og skemmtilegra uppátækja. Tilraunirnar skapa líka fjörugar samverustundir fyrir fjölskylduna því að oft er gott að fá svolitla aðstoð.

Truflaðar tilraunir er stútfull af glænýjum og spennandi tilraunum sem vekja spurningar
– og svara þeim.

Góða skemmtun!