Hetjan og höfundurinn

Útgefandi: MM

Now go add some variable products!

Hetjan og höfundurinn

Útgefandi : MM

Now go add some variable products!

Um bókina

Hvað eiga Gunnar á Hlíðarenda og Halldór Laxness sameiginlegt? Hver er staða þeirra í íslenskri þjóðarvitund og hvernig er sambandi þeirra háttað?

Í bókinni Hetjan og höfundurinn sem kom út 1998 er fjallað um viðhorf íslensku þjóðarinnar til Íslendingasagna, einkum vaxandi áhuga fólks á Njáls sögu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfundar. Sjónum er meðal annars beint að aldalöngum „réttarhöldum“ íslenskra skálda og fræðimanna yfir Hallgerði langbrók og vitnisburði alþýðufólks um fornsagnalestur á kvöldvökum. Einn kafli bókarinnar er helgaður draumleiðslum og skyggnilýsingum og í öðrum er staldrað við nafngiftir gatna í Reykjavík, höggmyndir og peningaseðla sem tengjast bókmenntaarfinum með áþreifanlegum hætti. Ítarleg umfjöllun er um umdeilda fornritaútgáfu Halldórs Laxness á fimmta áratugi aldarinnar, en í niðurlagi verksins eru Nóbelsverðlaun Halldórs túlkuð í ljósi þeirrar hugmyndar að höfundurinn hafi leyst hetjuna af hólmi sem aðalpersóna íslenskrar menningarsögu.

Af mikilli hugkvæmni tengir höfundur saman menningarsögulega þætti úr mörgum og gjörólíkum áttum og lítur þá frá nýju og bráðskemmtilegu sjónarhorni. Að baki býr löngun til að skilja betur glímu okkar Íslendinga, fyrr og nú, við brothætta sjálfsmynd okkar.

Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar, gefur bókina út.

„... efnistök Jóns Karls eru fádæma nýstárleg og frumleg. Hann rýfur allar girðingar, dregur inn í rannsókn sína peningaseðla, götunöfn, kvöldvökur, miðilsfundi, drauma og deilur Íslendinga við Norðmenn um Snorra Sturluson (eða „hr. Snurresen" eins og fiökkusagan segir að Ólafur 5. Noregskonungur hafi nefnt hann í Reykholti 1947). Hjá Jóni Karli eru bókmenntir ekki aðeins dýrgripir í búri heldur tengjast þær öllum sviðum mannlífsins, og sannarlega er kominn tími til að fræðimenn rannsaki hlut bókmennta í samfélaginu eins og hér er gert. … Hetjan og höfundurinn er ekki uppflettibók heldur spennusaga en þó af því taginu sem skilur mann eftir fullan íhugunar og spennunni lýkur því ekki í bókarlok.“
Ármann Jakobsson / DV

Tengdar bækur