Þú ert hér://Andri Snær Magnason tilnefndur til Tähtifantasia verðlaunanna í Finnlandi

Andri Snær Magnason tilnefndur til Tähtifantasia verðlaunanna í Finnlandi

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til Tähtifantasia verðlaunanna sem besta þýdda skáldsagan í Finnlandi. Tapio Koivukari þýddi bókina yfir á finnsku.

Aðrir tilnefndir eru hvorki meira né minna en:

  • David Mitchell: The Bone Clocks
  • Eka Kurniawan: Beauty Is a Wound 
  • Ursula K. Le Guin: The Beginning Place / Threshold
  • Brandon Sanderson: Mistborn : The Final Empire

Þess má geta að indónesíski höfundurinn Eka Kurniawan var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík á liðnu ári.  David Mitchell hefur einnig verið gestur hátíðarinnar og í bók hans The Bone Clocks segir einmitt frá rithöfundi sem boðið er til Reykjavíkur til þáttöku bókmenntahátíðinni árið 2018.

Tímakistan er margverðlaunuð bók og auk finnsku útgáfunnar hefur bókin nú þegar verið komið út í Japan, Kóreu, Kína, Tævan, Tyrklandi, Danmörku, Brasilíu, Grikklandi, Rúmeníu, Ungverjalandi og Ítalíu og kemur innan skamms út enn víðar, meðal annars í Bandaríkjunum. Bókin hlaut á sínum tíma Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka, Vestnorrænu bókmenntaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, Íslensku bóksalaverðlaunin og var auk þess tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í flokki barnabóka. Húrra fyrir Andra Snæ!

 

Andri Snær Magnason is an Icelandic writer, born in Reykjavik on the 14th of July 1973. Andri has written novels, poetry, plays, short stories, essays and CD’s. He is the codirector of the documentary film Dreamland.

 

2018-05-17T12:43:30+00:0017. maí 2018|