Völundarhús valdsins

Útgefandi: VH
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 3.490 kr.
spinner

Völundarhús valdsins

Útgefandi : VH

3.490 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 3.490 kr.
spinner

Um bókina

„Kristján Eldjárn hélt dagbók, skrifaði minnisblöð og las inn á segulband frásagnir af fundum með flokksforingjum um stjórnarmyndanir og stjórnarslit í forsetatíð sinni. Þetta eru einstæðar heimildir um einstæða tíma í stjórnmálasögu landsins. Þær sýna vel hve mikil refskák var leikin eftir alþingiskosningar hverju sinni, hve klókir sumir flokksleiðtogarnir voru, hve illa aðrir léku kannski af sér og jafnvel hve litlu kosningaúrslitin sjálf réðu um myndun ríkisstjórna. Þetta eru líka stórfróðlegar heimildir um forsetaembættið sjálft og má ýmsan lærdóm draga af þeim...“

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, fékk aðgang að þessum heimildum og hefur skrifað stórmerkilega bók sem markar þáttaskil í ritun íslenskrar stjórnmálasögu. Hann leitar víðar fanga en í dagbókunum, viðtöl við stjórnmálamenn og fréttir fjölmiðla frá þessum tíma gera myndina enn gleggri. Völundarhús valdsins er ómissandi og spennandi lesning fyrir alla áhugamenn um stjórnmál og sögu.

Tengdar bækur