Vígsla

Útgefandi: Engill B.
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 83 3.790 kr.
spinner

Vígsla

Útgefandi : Engill B.

3.790 kr.

Vígsla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2018 83 3.790 kr.
spinner

Um bókina

Vígsla er fyrsta bók eins yngsta starfandi ljóðskálds þjóðarinnar. Engill Bjartur Einisson varð tvítugur í ágúst 2018. Þegar hann var sautján ára tók hann ákvörðun um að hætta í skóla og helga líf sitt ljóðlist og ritstörfum

Engill hefur leikið sér með íslenska tungu frá blautu barnsbeini. Listin er líf hans og yndi. Hún er í senn hans helsta ástríða og lífsviðurværi. Engill miðlar innblæstri sínum með orðum. Þau ólga í huga hans og bíða þess ólm að komast á blað. Á stuttum skáldaferli Engils hafa fæðst kynstur ljóða. Í frumraun sinni – Vígslu – gefur hann 41 þeirra út í fyrsta sinn.

Bókin skiptist í þrá hluta: Gylliboð, Frelsun og Vígslu. Sé hlutarnir og ljóð þeirra lesin í réttri röð segja þau ákveðna sögu. Ljóð bókarinnar eru flest í bundu máli. Þau gera hugarheimi höfundar góð skil. Meðal yrkisefna eru frægð og framtíðardraumar, vangaveltur um eðli og tilgang lífsins, kankvísi og gleði, leitin að sannleik og ástin – en mörg ljóðanna eru huglæg túlkun Engils á hinni fullkomnu sáluást.

Í ljóðabókinni Vígslu er tekist á við krefjandi spurningar um tilvistina og samfélagið. Hvernig liggja valdaþræðir heimsins? Hvað veitir sanna hamingju? Er til æðri máttur en mennirnir? Hvað er líf, hvað er ást og hvað er list? Og hvað er ljós og sannleikur? Enn fremur er fjallað um Rósagull Engils, Lakkskemmdirnar, Skáldskaparandann, Vininn eina, Ljósveruna, Eineygða alvaldið, Íslandssoninn, Þrjótinn þurftarfreka og Kónginn kvalda – svo fátt eitt sé nefnt.

Tengdar bækur