Urðargaldur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 1987 | - | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 1987 | - | 490 kr. |
Um bókina
Tíunda ljóðabók Þorsteins frá Hamri geymir um 50 ljóð um aðskiljanleg efni – öll brýn. Skiptist bókin í fjóra meginþætti; I. Gestir, II. Ljóðlíf, III. Rætur og IV. Svipdagar.
„Hlustum leingur, hlýðum á veður og orð“ – svo mælir Þorsteinn bókinni. Í skáldskap hans heyrum við jafnan dyn af veðrum samtímans eins og þunga undiröldu. Skáldið minnir líka á rætur þjóðmenningar okkar, land og sögu. Táknmynd þess gæti verið stakur, veðraður steinn, „viðnámslegur í fasi“. Í ljóðum Þorsteins felst einatt hæglætislegt en þrautseigjufullt viðnám gegn glamri og sýndarmennsku umhverfisins. Ljóðstíllinn í Urðargaldri er sem fyrr hjá skáldinu heill og traustur, nútímalegur og klassískur í senn, í fullu samræmi við það viðhorf til samfellu menningarinnar sem í ljóðunum birtist. Hér bregður skáldið fyrir sig ýmsum formbrigðum. bundnu formi og lausu. Vart munu önnur samtímaskáld eiga brýnna erindi að rækja þegar alls er gætt, eða kunna betur til íþróttar sinnar.
1 umsögn um Urðargaldur
Bjarni Guðmarsson –
„Urðargaldur er ein þeirra bóka sem staðfesta að íslensk samtímaljóðlist er öflug þegar hún er hvað best. Það eru að vísu ekki mörg skáld sem gnæfa upp úr, en mikilvægt að þeir sem ljóðum unna sýni ekki hið landlæga tómlæti heldur fagni því sem vel er gert. Urðargaldur er bók sem vex við nánari kynni eins og allur markverður skáldskapur.“
Jóhann Hjálmarsson/Morgunblaðið