Iceland Unique Island

Útgefandi: Stilla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 3.090 kr.
spinner

Iceland Unique Island

Útgefandi : Stilla

3.090 kr.

Unique Island
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 3.090 kr.
spinner

Um bókina

Ljósmyndabókinn Unique Island eftir ljósmyndarann Kristján Inga Einarssonar er hans sjötta landkynningarljósmyndabók. Fyrri bækur Kristjáns hafa verið meðal vinsælustu og mest seldu landkynningabóka Íslands á undanförnum árum.

Efnistök þessarar bókar, Unique Island eru með þeim hætti að efninu er skipt niður í kafla eftir landsfjórðungum ásamt því að fjalla annarsvegar um hina vinsælu ferðamannaslóð „Gullna hringinn“ og hinsvegar hálendið sjálft. Texta- og myndaskýringar bólarinnar eru eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðfræðing og alþingismann.

Kristján Ingi hefur myndað landið okkar í tugþúsundum mynda, fram og til baka, til sjávar og sveita, út um allar trissur. Ljósmyndaranum er því ljós mikilvægi náttúruverndar og góðrar umgengni á landinu og hversu mikilvægt það er að geta skilað því óskemmdu áfram til næstu kynslóða.

Með þessari nýju bók, Unique Island vill Kristján Ingi gefa lítilræði til baka og mun í því skyni gefa Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar sem þakklætisvott sinn fyrir ómældar ánægjustundir í íslenskri náttúru. Hefur Kristján gert sérstakan samstarfssamning við Landvernd þar um.

Tengdar bækur