TMM 3. hefti 2021

Útgefandi: Mál og menning
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 143 2.690 kr.
spinner

TMM 3. hefti 2021

Útgefandi : Mál og menning

2.690 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 143 2.690 kr.
spinner

Um bókina

Í heftinu fögnum við því að Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 8–11. september og fjalla Erla E. Völudóttir, Ásgeri H. Ingólfsson og Ármann Jakobsson um þau Sofi Oksanen, Saša Stanišić og Niklas Natt och Dag sem eru meðal þeirra erlendu höfunda sem munu sækja hátíðina heim, auk þess sem við birtum þýðingu Friðriks Rafnssonar á broti úr skáldsögu Boualem Sansal og umfjöllun um höfundinn. Um langt skeið hafa nú margir aðeins getað ferðast um á sófanum eins og Þórdís Gísladóttir gerir í ljóðinu sem opnar heftið, „Á tímum heimsfaraldurs“. En þótt bókmenntirnar geti fært okkur farmiða um ókunn lönd og tengt saman menningarheima, eins og fram kemur í viðtali Leifs Reynissonar við Mörtu Bartoskova þýðanda, fögnum við því þó ákaft að geta nú boðið erlendum gestum hátíðarinnar innilega velkomin til landsins í eigin persónu.

Af öðru efni heftisins má nefna tvær vandaðar greinar. Í annarri þeirra fjallar Elísabet Rún, sem einnig á heiðurinn af kápumyndinni að þessu sinni, um myndasögublaðamennsku og í hinni svarar Björn Þór Vilhjálmsson skrifum Rúnars Helga Vignissonar um útilokunarmenningu úr síðasta hefti TMM en víkkar umræðuna um leið út og setur hana meðal annars í samhengi við metoo-byltinguna.

Þar fyrir utan eiga þau Ægir Þór Jahnke, Hanna Ólafsdóttir Tómas Ævar Ólafsson, Sigrún Björnsdóttir og Ásthildur Helen Gestsdóttir ný ljóð í heftinu og Helgi Ingólfsson og Stefán Þór Sæmundsson birta smásögur. Ewa Marcinek færir okkur svo pistil um fjölskyldur og aðskilnað og umsagnir um bækur eru á sínum stað. Við minnum svo á að hægt er að gerast áskrifandi og fá öll hefti ársins send heim að dyrum á kostakjörum hér: https://tmm.forlagid.is/gerast-askrifandi/

Tengdar bækur