Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 2013

TMM 3. hefti 2013

Tímarit Máls og menningar
3.5/5
Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 144 2013 Verð 1.765 kr.

Þriðja hefti Tímarits Máls og menningar er komið út, fjölbreytt að vanda. Það einkennist sérstaklega af nýliðinni bókmenntahátíð – þar eru sögur eftir þær Can Xue, Svetlönu Alexievitch og Jenny Erpenbeck og ljóð eftir Ewu Lipsku, en allar voru þær gestir á hátíðinni.

Annarrar eftirminnilegrar heimsóknar höfundar er minnst í grein Friðriks Rafnssonar sem rifjar upp þegar Michel Houllebecq kom hingað, en nokkur ljóða hans birtast í þýðingu Hallgríms Helgasonar – og Sigurður G. Valgeirsson, formaður stjórnar hátíðarinnar rifjar upp þegar Kurt Vonnegut kom til landsins á bókmenntahátíð, og fleira sögulegt.

Barnabókmenntir fá hér sinn skerf: Þorleifur Hauksson fjallar fallega um hið klassíska snilldarverk Astrid Lindgren Bróður minn Ljónshjarta sem á fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og Elín Björk Jóhannsdóttir skrifar bráðskemmtilega grein um Leyndarmálið hans pabba eftir Þórarin Leifsson.

Að auki er menningarsöguleg grein eftir Jón Karl Helgason í heftinu og vangavelta eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann um samskipti Rússa og Bandaríkjamanna, en Árni lærði á sínum tíma í Rússlandi. Annars konar menningarsaga er í gömlu fjölskyldualbúmunum, sem sagnfræðingurinn Eggert Þór Bernharðsson fjallar hér skemmtilega um, með sérstakri tilvísun til sinnar eigin fjölskyldu. Auk þess eru í heftinu ljóð og sögur eftir Eirík Örn, Sigurlín Bjarneyju, Ármann Jakobsson, Öldu Björk Valdimarsdóttur og Steinar Braga. Loks eru ritdómar og ádrepur.

Umsagnir

Nýlega skoðað

Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
Gertrude Stein
5/5

Við mælum með

Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
Gertrude Stein
5/5
Lífið er yndislegt
Lífið er yndislegt - Alheimslögmálin
Hildur Þórðardóttir
5/5
Í veldi Skrúðsbóndans
Í veldi Skrúðsbóndans
Jón Karl Úlfarsson
5/5
Hérasmellir
Hérasmellir
Baldur Grétarsson tók saman
5/5
BBQ kóngurinn
BBQ kóngurinn
Alfreð Fannar Björnsson
5/5
Ástarbréf til Sigvalda
Ástarbréf til Sigvalda
Loji Höskuldsson, Inng: Ágústa Kristófersdóttir
5/5
Vandræðaskáld
Vandræðaskáld
Samuel Johnson
5/5
Til hins kristna aðals
Til hins kristna aðals
Marteinn Lúther
5/5
Nytjastefnan
Nytjastefnan
John Stuart Mill
5/5
Rannsókn á skilningsgáfunni
Rannsókn á skilningsgáfunni
David Hume
5/5

Opnunartímar í Bókabúð Forlagsins:

Mánudag-föstudags kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Skráðu þig á póstlistann okkar:

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | Fax 575 5601 forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning