TMM 1. hefti 2018

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 133 2.490 kr.
spinner

TMM 1. hefti 2018

Útgefandi : MM

2.490 kr.

TMM 1. hefti 2018
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 133 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Flaggskip nýs heftis af Tímariti Máls og menningar er ljóð eftir Þorstein frá Hamri, eitt höfuðskálda samtímans sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt þann 15. mars í vor en þess í stað er það nú kveðja hans til okkar allra.

Annað dýrmætt og óvænt efni í heftinu eru tvö ljóðabréf frá Ara Jósefssyni sem féll sviplega frá ungur maður árið 1964 en ljóðabók hans Nei hefur notið stöðugra vinsælda síðan. Jón Kalman Stefánsson fann þessi ljóðabréf í fórum móðursystur sinnar, Jóhönnu Þráinsdóttur, og fylgir þeim eftir með grein um skáldið.

Meðal annarra skálda í heftinu eru Alda Björk Valdimarsdóttir, Færeyingurinn Tóroddur Poulsen, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Bjarni Bernharður, Gísli Þór Ólafsson og fjórir Víetnamar en bráðskemmtilegar smásögur um ástir og átök eru eftir Orkneyinginn George MacKay Brown, Þórdísi Helgadóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur.

Kápumyndin er að þessu sinni af Jósef smið og litla drengnum sem hann gekk í föðurstað og kallast á við grein Jóns Yngva Jóhannssonar í heftinu um tvö skáldverk eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Afleggjarann og Ör. Við heimsækjum bæði Flateyri og landamæraborgina syndugu Tijuana og skoðum andófsmanninn Jón lærða. Viðtal Kristínar Ómarsdóttur er við dansk-kóreska höfundinn Maju Lee Langvad og Þorvaldur Gylfason skrifar um spillingu á Íslandi.

Að venju er hugvekja frá Einar Má Jónssyni í París og umsagnir eru um þrjár bækur, Sögu Ástu eftir Jón Kalman, Örninn og fálkann eftir Val Gunnarsson og ævisögu Helga Tómassonar dansara eftir Þorvald Kristinsson.

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning