Þjóðminjar

Útgefandi: Crymogea
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 12.490 kr.
spinner

Þjóðminjar

Útgefandi : Crymogea

12.490 kr.

Þjóðminjar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 12.490 kr.
spinner

Um bókina

Þjóðminjasafn Íslands er eitt höfuðsafna íslensku þjóðarinnar. Hlutverk þess er að miðla þekkingu um sögu og aðstæður fólks bæði fyrr og nú og vekja til umhugsunar um þróun samfélags og lifnaðarhátta. Í huga almennings er safnið tengiliður við hina áþreifanlegu muni sem vitna um fortíð þjóðarinnar, það sem eftir stendur af efnilegum minjum um söguna. Menningarminjar í vörslu Þjóðminjasafns segja sögu þjóðarinnar frá landnámi til nútíma og varða veginn til framtíðar.

Bókin Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð veitir yfirlit yfir sögu, starfsskilyrði og markmið Þjóðminasafns Íslands um leið og fjallað er um muni í vörslu þess og gefin innsýn í það fjölbreytta starf sem safnið innir af hendi. Bókin er ríkulega myndskreytt, hreint augnayndi.

Hér er að finna lykilmuni í vörslu safnsins, muni sem eru táknrænir fyrir sögu þjóðarinnar, en einnig þar marvíslega efni sem safnið hefur umsjón með og vitnar um sögu íslenskrar alþýðu. Bókin veitir innsýn í hugmyndir þeirra sem komu safninu á fót á 19. öld, innblásnir af anda sjálfstæðisbaráttunnar, fylgir eftir sögu þess á 20. öld þegar fornleifauppgreftrir og bygging safnahússins á Melunum mörkuðu þáttaskil, og greinir frá fjölbreyttu sýningarhaldi og nýjum hugmynum um miðlun og hlutverk sem einkenna starf safnsins nú á dögum.

Þjóðminjar er eitt viðamesta rit sem út hefur komið um íslenska minjasögu. Þar eru dýrgripir þjóðarinnar færðir heim í stofu hjá almenningi.

Tengdar bækur