Svarta stjarnan

Útgefandi: Froskur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 75 2.990 kr.
spinner

Svarta stjarnan

Útgefandi : Froskur

2.990 kr.

Svarta stjarnan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 75 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Stjörnu-Tígri er ný hetja í íslensku myndasöguflórunni. Hún er einskonar lögga alheimsins sem ferðast um geiminn til að verja hann gegn allskonar árásum.

Stjörnu-Tígri er afkvæmi tilrauna jarðarbúa til að eignast þræla sem gætu farið í stjörnustríð í þeirra stað. En kettirnir sem voru
erfðabreyttir í því skyni reyndust sjálfstæðari en aðrar dýrategundir, sem gerði það að verkum að þeir flúðu undan oki mannanna og hurfu sporlaust út í geiminn.

En þjálfunin sat eftir og er Stjörnu-Tígri afsprengi þeirra tilrauna. Til að forða sér frá árás Manna og Grama lendir Stjörnu-Tígri á eldfimri plánetu sem stýrt er af vélmennum úr pýramídalagaðri byggingu. Með samvinnu tekst Grama, Manna og Stjörnu-Tígra loks að sigra vélmennin og mynda bandalag Svörtu Stjörnunar til frambúðar.

Fyrsta myndasaga Birkis birtist hér loksins í bókaformi.

Tengdar bækur