Svart og hvítt
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.490 kr. | ||
Mjúk spjöld | 2008 | 2.790 kr. | |||
Rafbók | 2023 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.490 kr. | ||
Mjúk spjöld | 2008 | 2.790 kr. | |||
Rafbók | 2023 | 990 kr. |
Um bókina
Svart & hvítt er sjálfstætt framhald unglingabókarinnar Kossar & ólífur sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda.
Að loknu viðburðaríku sumri í Englandi byrjar Anna í framhaldsskóla í Reykjavík. Ýmislegt brýst um í huga hennar eftir Brighton-dvölina en það er þó ekkert á við ringulreiðina sem ríkir í kolli Kötu vinkonu hennar. Kata getur ekki hætt að hugsa um Deepak, indverska strákinn sem hún kynntist í Brighton, en foreldrar hans hafa ákveðið að hann trúlofist ókunnugri stelpu á Indlandi. Það er ljóst að hlutirnir skýrast ekki nema stelpurnar fari aftur til Englands og taki málin í sínar hendur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir að lengd. Katla Njálsdóttir les.
5 umsagnir um Svart og hvítt
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Svart og hvítt er vönduð og grípandi unglingabók sem svarar fjölda spurninga sem brenna á hugum unglingsstúlkna.“
Hildur Heimisdóttir / Fréttablaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Jónína er á góðu flugi.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál, Stöð 2
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Það er mikill fengur að þessum bókum Jónínu, bókum sem fjalla um unglinga sem þurfa að takast á við alvöru tilfinningar og sigrast á eigin fordómum.“
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir / http://www.bokmenntir.is
Nanna Rögnvaldardóttir –
“Þessi nýja er ekki síðri, jafnvel enn skemmtilegri ef eitthvað er … Verulega góð saga eftir Jónínu Leósdóttur, bók sem sker sig úr, enda óvenjuleg en tímabær efnistök.”
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Ákaflega vel skrifuð hjá Jónínu, hún kann þetta. … Enn betri en Kossar & ólívur.“
Gerður Kristný / Mannamál, Stöð 2