Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Strandir
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 83 | 4.140 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 83 | 4.140 kr. |
Um bókina
Strandir er fimmta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Höggstaður (2007) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þau verðlaun hlaut Gerður fyrir Blóðhófni (2010), sem jafnframt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóð Gerðar eru meitluð og djúp en tala þó skýrt til lesandans. Þau hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál og komið út víða um heim.
6 umsagnir um Strandir
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Ísköld „Skautaferðin“ er snilldarlega ort ljóð, sterkar myndlíkingar og snerpa“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Gerður Kristný er líkleg til að vekja upp ástríðu fyrir ljóðalestri meðal ungs fólks með bókum sínum. Hún er einkar lagin við að orða hugsun sína svo hún nái að smjúga að hjarta hvers lesanda. Það er listin. Strandir er slík bók. Hún smýgur að hjartanu.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Nístandi kvölin smýgur í merg og bein lesandans, hár rísa og tár falla. Áhrifin eru í senn ógnvænleg og undurfögur og sterkari en ég minnist frá lestri nokkurs annars texta ….“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Hún er eitt af okkar helstu skáldum.“
Egill Helgason / Kiljan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Gerður Kristný [sýnir] að hún er meðal allra bestu núlifandi ljóðskálda okkar. … Strandir er bók sem allir ljóðaunnendur eiga að lesa og hlýtur að vekja hrifningu lesandans.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Gerður Kristný er það skáld okkar sem yrkir af mestri fágun, snerpu og einurð.“
Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur, RÚV