Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

Útgefandi: Sögufélag
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 586 7.590 kr.
spinner

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

Útgefandi : Sögufélag

7.590 kr.

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 586 7.590 kr.
spinner

Um bókina

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 er yfirgripsmikið verk eftir Smára Geirsson en hér birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915.

Gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna. Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvif þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.

Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er lítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sú umfjöllun er svo sannarlega forvitnileg.

Í bókinni er sagt frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni.

Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu. Á síðari hluta 19. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.

Bókina prýða um 470 myndir og kort sem gæða umfjöllunina lífi og hefur drjúgur hluti myndefninsins ekki komið fyrir sjónir Íslendinga fyrr.

Tengdar bækur