Stafakarlarnir – afmælisútgáfa
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 57 | 3.290 kr. |
Stafakarlarnir – afmælisútgáfa
3.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 57 | 3.290 kr. |
Um bókina
Í þessu smellna ævintýri lifna stafirnir við sem litlir karlar og vilja ólmir fá að leika sér. Stafakarlarnir eru skemmtilegir og von bráðar er barnið farið að þekkja þá og hljóðin sem þeir gefa frá sér. Þannig verður lestrarnámið leikur einn!
Stafakarlarnir er ein vinsælasta barnabók sem komið hefur út á Íslandi. Þessari veglegu hátíðarútgáfu fylgir geisladiskur með öllum skemmtilegu stafakarlalögunum, auk þess sem söngtextunum hefur verið aukið við bókina.
Bergljót Arnalds hefur sent frá sér fjölmargar metsölubækur fyrir börn, meðal annars Talnapúkann og sögurnar af Gralla gormi. Hún hefur leikið á sviði og í kvikmyndum, unnið sjónvarpsefni og kennt börnum bæði leiklist og íslensku. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og ritstörf, þar á meðal AUÐAR-verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun.
2 umsagnir um Stafakarlarnir – afmælisútgáfa
Árni Þór –
„Það er mikill fengur að Stafakörlunum, þessari hugvitssömu bók sem hittir beint í mark, nú sem áður.“
Auður Jónsdóttir, rithöfundur og móðir Leifs Ottós
Árni Þór –
„Stafirnir eru fyndnir og góðir að kenna krökkum að lesa sig og skrifa sig.“
Leifur Ottó Þórarinsson, fimm ára