Siggi og Sigrún hugleiða

Útgefandi: Nordic
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 2.490 kr.
spinner

Siggi og Sigrún hugleiða

Útgefandi : Nordic

2.490 kr.

Siggi og Sigrún hugleiða
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2017 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Siggi og Sigrún hafa lært að hugleiða með því að hlusta á skemmtilegar hugleiðslusögur eins og þær sem eru í þessari bók. Hugleiðslusögurnar eru myndrænar og hjálpa börnum að efla ímyndunaraflið, sköpunargáfu og einbeitingu.

Bókin er upplögð fyrir foreldra og aðra þá sem annast uppeldi barna og vilja hjálpa þeim að ná tökum á hugleiðslu, öðlast hugarró og læra að njóta augnabliksins. Með hjálp Sigga og Sigrúnar geta börn lært að hugleiða og róa hugann á einfaldan hátt.

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir, höfundar bókarinnar, starfa hjá Hugarfrelsi. Á vegum Hugarfrelsis hafa þær haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna þar sem áhersla er lögð á öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu. Undir nafni Hugarfrelsis hefur áður komið út fjölbreytt heilsueflandi efni.

Kári Þór Arnarsson myndskreytti.

Tengdar bækur