Randafluguhunang
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 1997 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 1997 | 490 kr. |
Um bókina
Rithöfundurinn, kona á miðjum aldri, er að halda fyrirlestur um dýrling í litlu safnaðarheimili úti í sveit í Norður-Svíþjóð. Í áheyrendahópnum er eldri maður sem sefur allan fyrirlesturinn, en býður henni gistingu að honum loknum. Hún þiggur gistinguna sér til nokkurrar furðu í afskekktu húsi og verður þar innlyska vegna snjóþyngsla og ófærðar.
Smám saman dregst hún svo inn í undarlegt líf gestgjafa síns, hins krabbameinssjúka Haðar, og bróður hans, hins hjartveika Ólafs. Þessir tveir bræður eru svo ólíkir að þeir eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera dauðvona. Þeir búa hvor í sínu húsi, hafa hatast um árabil og hvor um sig hefur það markmið eitt í lífinu að lifa bróður sinn.
Hér er sögð mögnuð og myndræn saga af hæglætisfólki að norðan sem tekur jafnel skelfilegustu áföllum í lífinu eins og hverju öðru hundsbiti, en kann svo vel að meta svipleiftur hamingjunnar að sætubragðið af þeim endist þeim til hinsta dags.