Píslirnar hennar mömmu

Útgefandi: Bókstafur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 56 490 kr.
spinner

Píslirnar hennar mömmu

Útgefandi : Bókstafur

490 kr.

Pislirnar hennar mömmu
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2015 56 490 kr.
spinner

Um bókina

Píslirnar hennar mömmu er fyrsta ljóðabók Urðar Snædal. Urður er tveggja barna móðir og (fyrirmyndar?) húsmóðir á Akureyri en ætt hennar og uppruni er á Jökuldal. Hún þjáist af ólæknandi kaldhæðni og óviðeigandi húmor. Bókin kemur út í tengslum við Litlu ljóðahátíðina í Norðausturríki, 17. - 20 september 2015. Kápuna hannaði Ingunn Þráinsdóttir.

Þessi bók varð til þegar ónefnd, en sjúklega fræg, skáldkona sagði við höfund: „Skrifaðu um það sem þú þekkir!“ – sem eru afar hættulegar leiðbeiningar til að gefa nýbakaðri móður sem er alla daga á kafi í kúk og öðrum líkamsvessum (stundum í óeiginlegri merkingu – en ekki alltaf).

Ef þú stendur í þeirri trú að meðganga, fæðing og uppeldi ungra barna sé rómantískt og fullkomið og dásamlega fallegt, þá er þetta líklega ekki bókin fyrir þig. Ef þér finnst hins vegar fyndið þegar börn gubba yfir fólk og/eða pissa yfir sig og aðra, þá erum við í bisniss!

Tengdar bækur