Smáríkin þrjú við Eystrasalt, Eistland, Lettland og Litháen, urðu sjálfstæð 1918 eins og Ísland. Þjóðir þeirra áttu sér eins og Íslendingar sérstaka tungu og menningu. En eftir að Hitler og Stalín höfðu með griðasáttmálanum 23. ágúst 1939 skipt með sér Mið- og AusturEvrópu, hertók Stalín Eystrasaltslöndin. Þau voru neydd til að ganga í Ráðstjórnarríkin, og hugsanlegir andstæðingar kommúnista voru tugþúsundum saman fangelsaðir, pyndaðir, teknir af líf eða futtir til þrælabúða í Síberíu. Þjóðverjar hegðuðu sér engu betur, þegar þeir hernámu löndin þrjú 1941. Eftir að Kremlverjar sneru aftur 1944, tók við sleitulaus kúgun og tilraunir til að tortíma tungu og menningu þjóðanna þriggja. Prófessor Ants Oras segir þessa raunasögu af mælsku og ástríðuþunga. Hún var fyrsta útgáfurit Almenna bókafélagsins 1955, og þýddi hana séra Sigurður Einarsson í Holti og skrifaði inngang.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar