Náttúrubarn

Útgefandi: Háskólaútg
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 244 4.345 kr.
spinner

Náttúrubarn

Útgefandi : Háskólaútg

4.345 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 244 4.345 kr.
spinner

Um bókina

Að Sturlu Friðrikssyni standa sterkir stofnar. Friðrik Jónsson, faðir hans, var guðfræðingur að mennt, en gerði kaupmennsku að ævistarfi sínu og stundaði stórbúskap jafnframt kaupskapnum. Friðrik og Sturla bróðir hans stoðu lengi vel saman að þessum rekstri. Voru þeir oft nefndir Sturlubræður.
Uppeldi sitt hlaut Sturla á ríkmannlegu menningarheimili í Reykjavík. Inn í það uppeldi ófst gildur þáttur þar sem voru kynni hans af búskap og samvistir við íslenska náttúru, en hann dvaldi löngum á sumrin við Laxfoss í Borgarfirði frá æskuárum.
Sturla ber sterkan svip af erfðum sínum og umhverfi. hann er dæmigerður fræðimaður sem er ekkert í ríki vísinda og mennta óviðkomandi. hann er fjölfróðurum flesta þætti tilverunnar á Íslandi frá fornu fari og fram á þennan dag. Býr hann þar að sterkri löngun til að fræðast frá unga aldri, en einnig að því að hafa haft náin kynni af sérfræðingum á mörgum sviðum vísinda frá unga aldri.
Hér rekur Sturla æskuminningar sínar, segir af forfeðrum, samferðamönnum og öðru því sem mótaði þann mann sem við þekkjum í dag.

Tengdar bækur