ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 352 | Verð 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2014 | Verð 490 kr. | Setja í körfu | ||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 | Verð 4.290 kr. | ||
Hljóðbók -- streymi | 2018 | App | Verð 3.390 kr. | Setja í körfu |
9 umsagnir um Náðarstund
Elín Pálsdóttir –
„Feikilega skemmtileg og sterk lesning …“
ÞT / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersónunnar ber söguna uppi … Þýðing Jóns er mjög góð, hún þræðir einstigið milli nútímamáls og málfars sögutímans vel … sagan er vel skrifuð og mynd [Hönnuh] af samtíma Agnesar, hörmulegum aðstæðum og nöturlegum örlögum er eftirminnileg.“
Jón Yngvi Jóhannsson
Elín Edda Pálsdóttir –
„…sérdeilis vel heppnaðri frumraun … Hönnuh er einkar lagið að magna upp stemningu og lýsing hennar á aðstæðum, forsögu og sálarástandi Agnesar eru skrifaðir af krafti og næmleika í ágætu jafnvægi.“
Þorgeir Tryggvason / FB
Elín Edda Pálsdóttir –
„Persónar Agnesar fær þarna meðferð sem ég hef ekki séð í neinum öðrum skrifum um þetta mál. Löngu tímabært og mjög gaman að kynnast þessari hlið … Þessi ofboðslega nákvæma og heiðarlega lýsing á aðstæðum hjá fólkinu, þrengslunum, myrkrinu, kuldanum finnst mér alveg svakalega vel gert … Um leið og Agnes er komin á sviðið náði hún manni algjörlega …Fantalega vel unnin þýðing!“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Hönnuh Kent tekst að draga upp trúverðuga mynd af íslenskri fátækt og grimmilegri lífsbaráttu þessa tíma … Innsæi höfundar var þannig að mér fannst stundum að Agnes hefði hreinlega tekið sér stöðu við hlið hennar og leitt hafa áfram. Náðarstund er fallega skrifuð og stíluð…“
Ásta Sigrún Magnúsdóttir / DV
Elín Edda Pálsdóttir –
„Náðarstund er mögnuð og grípandi … Kent fléttar söguna vel … Bókin er listavel þýdd … Hönnuh Kent tekst í Náðarstund að gæða sögu Agnesar magnúsdóttur slíku lífi að á köflum mætti ætla að hún hefði verið á staðnum.“
Karl Blöndal / Morgunblaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„…stórbrotin skáldsaga, sjaldgæf lestrarupplifun … alvöruskáldverk af hæsta gæðaflokki í frábærri þýðingu … stórkostleg heimildarskáldsaga … Þýðingin er svo fallega og nostursamlega gerð að unun er að lesa og eiginlega fannst mér að bókin hlyti að vera frumsamin á íslensku … ber hugkvæmni, vandvirkni og stílgáfu Jóns St. Kristjánssonar fagurt vitni … Náðarstund er bók sem vakti með mér hugsanir og tilfinningar sem aðeins örfáar bækur af þeim þúsundum sem ég hef lesið hafa gert. Þetta er bók sem ég legg frá mér fullur þakklætis fyrir sjaldgæfa lestrarupplifun, bók eftir vandaðan og hæfileikaríkan höfund sem ég mun svo sannarlega fylgjast með í framtíðinni.“
Þráinn Bertelsson
Elín Edda Pálsdóttir –
„Ótrúleg bók sem ég sat límdur við. Ungur ástralskur höfundur dýfir sér í jökulkalt sagnadjúp okkar og kemur úr kafi með skáldsögu sem er svo trúverðug að manni finnst hún helst vera samtímalýsing frá 1830. Vatnsdalurinn verður aldrei samur.“
Hallgrímur Helgason
Elín Edda Pálsdóttir –
„Kent tekst afar vel að lýsa persónu Agnesar og átökunum í sálarlífi hennar og skapar sérlega áhugaverða persónu. Umhverfið er dimmt og nöturlegt eins og hæfir söguefninu. Mögnuð bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið